Draft:Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson

From Wikipedia, the free encyclopedia

Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson fæddist 6. september 1982 á St. Franciskuspítalanum í Stykkishólmi. Þegar Jakob var á sextánda aldursári flutti hann ásamt fjölskyldu sinni frá uppeldisstöðvunum í Stykkishólmi til Rangárþings ytra. Á sínum yngri árum stundaði Jakob Björgvin nám við Tónlistarskóla Stykkishólms. Þar lærði hann á harmóníku hjá Hafsteini Sigurðssyni í Stykkishólmi. Síðar nam hann hjá Grétari Geirssyni harmóníkuleikara í Rangárþingi ytra. Jakob sótti framhaldsnám í Fjölbrautaskóla Suðurlands áður en hann flutti búferlum til Reykjavíkur þar sem hann lagði stund á lögfræði í Háskólanum í Reykjavík. Jakob Björgvin spilaði knattspyrnu með Knattspyrnufélagi Árborgar á árunum 2004 til 2014.

Árið 2018 flutti Jakob Björgvin aftur á heimaslóðir og tók við starfi bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar og starfaði sem slíkur frá 2018 til 2022, áður en hann tók við starfi bæjarstjóra Sveitarfélagsins Stykkishólms eftir sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar á árinu 2022. Jakob Björg­vin Sigríðarson Jak­obs­son er nú bæjarstjóri í Stykkishólmi.

Jakob Björgvin lauk lagaprófi frá Háskólanum í Reykjavík og starfaði um árabil sem sjálfstætt starfandi lögmaður, en áður starfaði hann sem lögfræðingur m.a. hjá skatta- og lögfræðisviði Deloitte, Skattrannsóknastjóra ríkisins og Skattstjóranum í Reykjavík. Þá hefur Jakob Björgvin kennslu á sviði fyr­ir­tækja- og skatta­rétt­ar. Á námsárum sínum sat Jakob Björgvin m.a. í stjórn Lögréttu, félags laganema við HR. Jakob Björgvin hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagasamtök og setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Þá hefur hann gengt fjölmörgum trúnðarstörfum á sveitarstjórnarstiginu, m.a. setið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá árinu 2018.

Jakob Björgvin á fjögur börn og er sambýliskona Soffía Adda Andersen Guðmundsdóttir, lögfræðingur.

References[edit]

https://skessuhorn.is/2018/06/27/liklega-eini-baejarstjorinn-sem-byr-hja-afa-og-ommu

https://www.visir.is/g/20222263174d/jakob-bjorg-vin-a-fram-baejar-stjori-eftir-sigur-h-lista

https://www.mbl.is/frettir/kosning/2022/04/15/kalladur_i_vidtal_af_faedingardeildinni/

https://hlistinn.is/2018/04/07/holmurinn-heillar/

https://www.stykkisholmur.is/is/stjornsyslan/stjornun/baejarstjori

https://skessuhorn.is/2018/06/15/ny-baejarstjorn-stykkisholmsbaejar-aetlar-ad-faekka-nefndum

https://skessuhorn.is/2022/06/29/hafsteins-sigurdssonar-minnst-i-stykkisholmi-um-helgina

https://skessuhorn.is/2022/04/05/h-listinn-i-sameinudu-sveitarfelagi-kynnir-frambodslista-sinn

https://skessuhorn.is/2022/06/23/ny-stjorn-ssv-kjorin-a-aukaadalfundi

https://ssv.is/ssv/stjorn/

https://www.ksi.is/mot/leikmadur/?leikmadur=162492

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1817572/